Vörur


Póstkort

Hefðbundin 10x15 cm - Vinsælustu kortin

Hryggjarstykkið í okkar rekstri eru og hafa verið hefðbundin stærð af póstkortum. Þessi kort eru alltaf vinsælust og eru prentuð á hágæða Invercote G240g pappír og lökkuð með hágæða UV þolnu brenndu acrýl lakki í háglans. Við skiptum kortunum í þrjá flokka, safnkort á hvítum grunni, safnkort á svörtum grunni og myndakort með stökum myndum. Þessi skipting tryggir fallegt heildarútlit á stöndunum okkar og gerir þá sölulegri fyrir vikið.

PolAroid KORT 10X12 CM

Polaroid línan eru 8 kort í polaroid stíl. Kortin eru prentuð á sama Invercote G240g gæðapappír og heðfbundnu kortin og eru í sömu stærarhlutföllum og polaroidmyndirnar með hvítum ramma og myllumerkinu #iceland undir myndinni. Polaroid kortin eru skemmtileg viðbót og tilbreyting frá klassísku kortunum. Myndirnar eru ýmist klassískar svarthvítar eða litmyndir í Instagram stíl.


Ísskápsseglar

VENJULEGIR 5X8 CM

Þessi klassíska stærð af seglum er til bæði með stökum landslags og dýramyndum sem og safnseglar með 2 til 5 myndum á sama segli. Allir seglarnir eru merktir með "Iceland" á framhlið og staðsetningu myndar á bakhlið. Prentað á pappír húðað og beygt á blikk með segli. 

PANORAMA 4X12,5 CM

Skemmtileg stærð af seglum er til bæði með stökum landslagsmyndum sem og safnseglar með 2 til 5 myndum á sama segli. Allir seglarnir eru merktir með "Iceland" á framhlið og staðsetningu myndar á bakhlið. Prentað á pappír húðað og beygt á blikk með segli. 


Dagatal

Iceland is Hot and Cold

Hot and cold dagatalið okkar hefur notið mikilli vinsælda í hartnæt 10 ár. Það er 23x25 cm með einum mánuði á síðu og dagaheitum á 6 tungumálum. Fyrir hvern mánuð er falleg landslagsmynd og eins og nafnið bendir til er áhersla á hinar heitu og köldu andstæður sem einkenna landið okkar. Auk 12 mánaða næsta árs inniheldur dagatalið einnig síðustu fjóra mánuði yfirstandandi árs. Þannig getur fólk sem kaupir dagatalið í þinni verslun í sumarfríinu, byrjað að nota það fljótlega eftir að það kemur heim og allt árið á eftir. Fyrir sama verðið og áður.