Við...

Sumarið 1993 hóf Freysteinn Jónsson, flugmaður, áhugaljósmyndari og félagi Hjálparsveit skáta í Kópavogi að selja póstkort með landslagsmyndum sínum á gististöðum og öðrum ferðamannastöðum. Eftir að hafa rekið fyrirtækið farsællega í 13 ár keypti Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari, og einnig félagi í Hjálparveitinni í Kópavogi fyrirtækið, og rak það í átta ár þar til Sigurður Ólafur Sigurðsson keypti fyrirtækið en svo vill til að hann er einnig ljósmyndari og félagi í sömu hjálparsveit og Freysteinn og Vilhelm. Þannig má á vissan hátt segja að í þessi 20 ár hafi Súlu póstkortin þróast sem hálfgert "fjölskyldufyrirtæki". Með stórauknium ferðamannastraumi og auknu vöruúrvali var umfangið fljótt of mikið fyrir starfandi atvinnuljósmyndara með öðru og því kom Vilhelm aftur inn í reksturinn en nú eiga Sigurður og Vilhelm í sameiningu Ljósmyndakompaníið ehf. og Súlu og njóta aðstoðar hlutastarfsmanns yfir háanna tímann.


Sigurður Ólafur Sigurðsson - SigÓSig 

Siggi er atvinnuljósmyndari með bakgrunn í leitar- og björgunargeiranum. Hann vann um árabil við þjálfun og skipulagningu hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg áður en hann lærði ljósmyndun og skipti um starfsvettvang. Auk þess að mynda fyrir póstkort og aðra minjagripi hjá Ljósmyndakompaníinu myndar hann fyrir marga af helstu aðilum neyðargeirans og önnur fyrirtæki undir nafni SIGÓSIG Ljósmynda. Meira um Sigga má finna á www.sigosig.is og www.sosfotos.com

sigosig@sigosig.com
s:661-7161
 


Vilhelm Gunnarsson 

Villi er ljósmyndari á Fréttblaðinu, vel þekktur landslagsljósmyndari og eins og Siggi með langa sögu í björgunarstörfum og ferðamennsku. Myndir Vilhelms hafa birst í fjölda íslenskra og erlendra tímarita, hann hefur haldið sýningar og gefið út ljósmyndabækur. Meira um Villa og myndirnar hans má finna á www.vilhelmg.com.

www.vilhelmg.com
S:821-7513