Standar

Ýmsar stærðir og gerðir af stöndum á gólf og veggi. 

Klassískur 60 korta standur

Þetta er vinsælasti standurinn okkar. Hann tekur 60 tegundir af kortum, 36 lárétt og 24 lóðrétt. Hann passar vel fyrir allar tegundir korta, myndakort, safnkort á hvítum grunni og myndir á svörtum grunni, ein lárétt og ein lóðrétt röð af hverri tegund. Hægt er að setja blikk skúffu yfir eina eða tvær raðir fyrir segla.

DSC_3875.jpg

Extra stór hólf

Fyrir staði það sem er mikil sala og/eða við komumst sjaldnar að til að fylla á erum við með standa sem hafe sérstaklega stór hólf sem geta tekið allt upp í 150stk af hverri tegund og 40 tegundir.

Stærri 80 korta standur

Samskonar standur og 60 korta standurinn nema tveimur röðum stærri og aðeins umfangsmeiri. Tilvalinn þar sem póstkortasala er mikil og hentar einnig vel til að setja á eina til tvær raðir af seglum án þess að skerða úrvalið af póstkortum.

 

Snúningsstandur á vegg

Nettu þríhyrndur snúningsstandur á vegg sem hentar vel fyrir minni staði, hótel, gistiheimili og slíka staði.

Standar með lausum hliðum

Þríhyrndir og ferhyrndir standar sem hægt er skipta út hliðum fyrir lárétt kort, lóðrétt kort og segla. Getur tekið mis mörg kort eftir uppsetningu og allt upp í 96 tegundir.

 

Borðstandar

Nokkrar stærðir af stöndum á borð fyrir lárétt og lóðrétt kort. Frá átta tegundum upp í 30. Einnig borðstandar fyrir segla.